Sundæfingar hefjast að nýju

Sunddeild Aftureldingar Sund

Þá er aftur komið haust og skólar og tómstundir að hefja göngu sína á ný.

Æfingar hjá sunddeildinni hefjast mánudaginn 2. september.

Höfrungar, Brons-, Silfur- og Gullhópar verða allir á sínum stað, auk þess sem sundskóli fyrir 4-6 ára börn og skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna halda áfram, ef nægilegur áhugi er fyrir hendi.

Í þetta sinn ætlum við líka að prófa að bjóða upp á eitt 8 vikna námskeið aukalega í sundskólanum, en það er ætlað börnum á aldrinum 6-8 ára. Námskeiðið verður haldið 3. september – 22. október og fer kennsla fram á þriðjudögum kl. 17:15 – 17:45.

 

Skráning fer fram í Nóra-greiðslukerfinu. Nánari upplýsingar veittar á sund@afturelding.is.