Afturelding sigraði á Opna Norðlenska

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Undirbúningur fyrir Olísdeild kvenna er í fullum gangi og um síðustu helgi fór fram Opna Norðlenska mótið fram hjá Þórs/KA á Akureyri. Okkar stelpur í Aftureldingu gerðu sér lítið fyrir og fögnuðu sigri í mótinu.

Afturelding vann góðan sigur á Stjörnunni í fyrsta leik, 14-18 og vann svo frábæran sigur á gestgjöfum Þórs/KA, 25-26. Þrátt fyrir tap gegn HK í lokaleiknum þá fögnuðu okkar stelpur sigri í mótinu.

Undirbúningurinn fyrir tímabilið lofar góðu en Olísdeildin hjá konunum hefst laugardaginn 14. september með útileik gegn ÍBV í Eyjum.