Quentin Moore skrifar undir samning við Blakdeild Aftureldingar

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Quentin Moore er Bandaríkjamaður frá  Richmond í Virginafylki og hefur hann skrifað undir samning við Blakdeild Aftureldingar. Quentin verður aðstoðarþjálfari karlaliðs Aftureldingar og mun einnig sjá um styrktarþjálfun liðsins. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka félagsins. Quentin er Íslendingum kunnur því hann spilaði blak með meistaraflokki KA leiktíðina 20017-2018  og vann með þeim alla titla sem hægt  var að vinna á þeirri leiktíð.  Quentin þjálfaði einnig hjá KA yngri iðkendur.  Quentin spilaði með Arhus volleyball club i Danmörku á síðustu leiktíð en er nú komin aftur til Íslands og við bjóðum hann velkomin.