Förum öflug saman inn í nýtt handbolta-ár.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Fréttir, Handbolti

Förum öflug saman inn í nýtt handbolta-ár   Það hefur verið nóg að gera hjá barna- og unglingaráði handboltans síðustu daga. Þann 20. nóvember var mót hjá 7.fl. kvenna, Cheerios-mótið og mættu rúmlega 300 stelpur á mótið. Sunnudaginn 27. nóvember var svo mót hjá 8.fl. karla og kvenna, Gifflar-mótið og mættu yfir 500 krakkar á mótið. Mótin gengu mjög vel …

Viðbótatímar fyrir leikskólahópana hefst 2. október

Fimleikadeild Aftureldingar Fréttir

Það hefur verið gríðaleg eftirspurn um að komast inn í leikskólahópana hjá okkur og ekki hafa allir komist sem vildu. Fimleikadeildin er búin að setja upp nýtt námskeið fyrir krakka fædda 2017 og 2018. Æfingarnar hefjast sunnudaginn 2. október. Æfingarnar eru með sama sniði og þær æfingar sem voru upprunalega settar upp og verða á sunnudögum klukkan 13-14. Ef þið …

Úrslitakeppnin í blaki að hefjast

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak, Fréttir

Bæði karla og kvennalið Aftureldingar náðu þeim árangri að komast í úrslitakeppnina en  4 efstu liðin ná þangað inn.  Þetta er eina félagið á landinu sem nær þessum árangri í ár því hin liðin sem eru með bæði karla og kvennalið eru með annað liðið sitt inni í keppninni. Strákarnir hefja leik í kvöld, miðvikudag með heimsókn í Digranesið og …

Thelma Dögg með 5 viðurkenningar á uppskeruhátíð BLí

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Ársþing Blaksambands Íslands var haldið laugardaginn 5.júní og á þinginu voru veittar viðurkenningar og valið í lið ársins.  Blakdeild Aftureldingar átti 3 fulltrúa í liði ársins í Mizunodeild kvenna: Uppspilarann; Luz Medina, kantsmassarann Maríu Rún Karlsdóttur og díó spilarann Thelmu Dögg Grétarsdóttur. Auk þess fékk Thelma Dögg viðurkenningur fyrir að vera; Stigahæst í sókn, stigahæst í uppgjöfum og stigahæst samtals. …

AFTURELDING ÍSLANDSMEISTARAR KVENNA Í BLAKI

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar spiluðu hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn við HK í dag. Fyrsta leikinn tóku HK stúlkur nokkuð örugglega og gátu með sigri að Varmá s.l. þriðjudag hampað titlinum en vinna þurfti 2 leiki. Aftureldingarstúlkur voru ekki til í það og sigruðu annan leikinn mjög örugglega og tryggðu sér oddaleik sem þær mættu í eins og sá sem valdið hafði og …

Stelpurnar okkar spiluðu frábæralega í kvöld – Hreinn úrslitaleikur á laugardaginn

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar voru með bakið upp við vegg og urðu að vinna annan leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í kvöld. Þær töpuðu fyrri leiknum en vinna þarf tvo leiki til að hampa þeim stóra.  Það var ljóst frá byrjun að þær ætluðu ekki að leyfa HK að hampa bikarnum á okkar heimavelli og unnu sannfærandi sigur 3-1 þar sem …

Afturelding er komin í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í blaki

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar tóku á móti KA að Varmá í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið kæmist í úrslitaleikina á móti HK sem hafði unnið Þrótt Nes 2-0 í undanúrslitunum. Okkar stelpur komu mjög ákveðnar til leiks og sýndu það að þær ætluðu í úrlitakeppnina og unnu mjög sannfærandi sigur 3-1. Stigahæst var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 24 stig og María …

Afturelding með sigur í háspennuleik að Varmá

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar tóku á móti KA í fyrsta leiknum í undanúrslitakeppni Íslandsmótsins í blaki að Varmá í kvöld í rúmlega  tveggja klukkustunda leik.  Afturelding vann örugglega fyrstu hrinuna en tapaði næstu tveimur mjög illa. Þær snéru leiknum við í 4.hrinu og náðu sér í oddahrinu. Hún byrjaði ekki vel og komust KA stúlkur í 9-3.  Aftureldingarstúlkurnar sýndu þvílíka baráttu og …

Fyrsti leikur í undanúrslitunum um Íslandmeistaratitilinn

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á morgun, þriðjudaginn 4.maí. Þar sem þær urðu í öðru sæti í deildarkeppninni í Mizunodeildinni þá fóru þær beint í undnaúrslitin. Þær mæta liði KA sem lagði lið Þróttar Reykjavíkur í tveimur leikjum í síðustu viku.Leikurinn hefst kl 19:00 að Varmá og næsti leikur er á laugardaginn á Akureyri kl einnig …

Úrslitakeppnina að hefjast í blakinu.

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Karlalið Aftureldingar endaði í 4.sæti Mizunodeildarinnar eftir leiktíðina. Þeir leikir sem áttu að vera þegar keppnin var stöðvuð í mars var sleppt og notuð var Covid regla þar sem reiknað út meðaltal stiga fyrir hvern leik og þannig fundin út lokastaða.  Fyrirkomulag úrslitakeppninnar var einnig breytt þannig að öll lið taka nú þátt í. 9 lið spiluðu í Mizunodeildinni og …