Stelpurnar okkar spiluðu frábæralega í kvöld – Hreinn úrslitaleikur á laugardaginn

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar voru með bakið upp við vegg og urðu að vinna annan leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í kvöld. Þær töpuðu fyrri leiknum en vinna þarf tvo leiki til að hampa þeim stóra.  Það var ljóst frá byrjun að þær ætluðu ekki að leyfa HK að hampa bikarnum á okkar heimavelli og unnu sannfærandi sigur 3-1 þar sem Thelma Dögg Grétarsdóttir var stigahæst með 24 stig og María Rún Karlsdóttir var með 19 stig. Úrslitaleikurinn verður á heimavelli HK á laugardaginn kl 14:00.  Við óskum stelpunum og þjálfurunum til hamingju  með leikinn og óskum þeim góðs gengis á laugardaginn.