Íslandsmeistaramót barna

Karatedeild Aftureldingar Karate

Brynjar Már með silfur

Íslandsmeistaramót barna í kata 6-11 ára var haldið sunnudaginn 16. maí 2021 í Smáranum í Kópavogi. Karatedeild Aftureldingar var með sex keppendur á mótinu auk eins hópkataliðs. Tvö ár hafa liðið frá síðasta móti fyrir þennan aldurshóp og því voru sumir mjög óöruggir auk þess sem aðrir voru að keppa í fyrsta sinn. Því var það mikill sigur að taka þátt í svo stóru móti sem meistaramótið er. Alls voru 131 keppandi skráður til leiks frá níu félögum og því var ljóst að keppnin var hörð.

Brynjar Már keppti um íslandsmeistaratitil

Brynjar Már Eyþórsson náði bestum árangri í kata 10 ára pilta, en hann keppti til úrslita í flokkinum. Hann hreppti silfrið eftir spennandi úrslitabardaga.

 

Alex og Robert kepptu um brons

Alex Bjarki Davíðsson og Robert Matias Benita kepptu báðir til úrslita um þriðja sætið í kata 10 ára pilta. Báðir lutu þeir í lægra haldi á móti sterkum andstæðingum og fengu því ekki verðlaun í þetta sinn.

Hópkataliðið keppti um brons

Í hópkata 10-11 ára kepptu Alex Bjarki, Brynjar Már og Kristíana um brons en töpuðu með minnsta mögulega mun eftir frábæra frammistöðu og harða keppni.

Allir stóðu sig vel

Aðrir keppendur sem náðu ekki að keppa um medalíu stóðu sig vel. Þeir eru:

  • Óskar Jóhann Bjarnason, kata 10 ára pilta – 7. sæti
  • Brynjar Kári Jónsson, kata 10 ára pilta
  • Kristíana Eyþórsdóttir, kata 10 ára stúlkna

Brynjar Már, Óskar, Robert, Brynjar Kári, Kristíana og Alex. Fyrir aftan standa Willem og Heiða sem sáu um keppendur