AFTURELDING ÍSLANDSMEISTARAR KVENNA Í BLAKI

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar spiluðu hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn við HK í dag. Fyrsta leikinn tóku HK stúlkur nokkuð örugglega og gátu með sigri að Varmá s.l. þriðjudag hampað titlinum en vinna þurfti 2 leiki. Aftureldingarstúlkur voru ekki til í það og sigruðu annan leikinn mjög örugglega og tryggðu sér oddaleik sem þær mættu í eins og sá sem valdið hafði og unnu 3-0 á heimavelli HK í Fagralundi. Þetta var æsispennandi leikur sem bauð upp á frábæra skemmtun með miklum tilþrifum í vörn og sókn og á báða bóga. Okkar stelpur voru þó mun öruggari í öllum sínum leik og liðsheildin skilaði þeim verðskulduðum sigri. Þetta er í fjórða sinn sem Afturelding verður Íslandsmeistari kvenna í blaki frá því að liðið tók fyrst þátt í efstu deild árið 2012. Frábær árangur hjá deildinni.  Innilegar hamingjuóskir liðsmenn,þjálfarar, stjórn og síðast en ekki síst áhorfendur sem studdu vel við bakið á liðinu í þessum leikjum þrátt fyrir miklar fjöldatakmarkanir.