Þórður Íslandsmeistari 🏆👊🥋

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í karate var haldið laugardaginn 29. maí 2021 sl. Karatedeild Aftureldingar var með tvo keppendur á mótinu, þau Oddnýju og Þórð en þau kepptu bæði í einstaklingskata fullorðinna. Úrslit mótsins má nálgast hér og frétt MBL um mótið má lesa hér.

Þórður Jökull Íslandsmeistari karla annað árið í röð

Þórður að gera kata Anan dai

Þórður Jökull keppti til úrslita eins og í fyrra á móti landsliðsmanninum efnilega Tómasi Pálmari úr Breiðablik og vann Þórður nokkuð örugglega með 0,48 stiga mun.

Þess má geta að Þórður er eini keppandi Aftureldingar sem hefur náð meistaratitli í fullorðinsflokki í kata frá 1985 þegar keppni í kata hófst á Íslandi, og þetta er því í annað sinn sem Afturelding er með titilinn.

.

.

.

Oddný fékk silfur

Oddný að gera kata Heiku

Oddný keppti til úrslita á móti landsliðskonunni Freyju Stígsdóttur úr Þórshamri ríkjandi íslandsmeistara, en Freyju tókst að verja titilinn að þessu sinni og annað sætið því Oddnýjar. Þess má geta að Oddný vann nýlega Íslandsmeistaratitil 16-17 ára stúlkna í kata.