Thelma Dögg með 5 viðurkenningar á uppskeruhátíð BLí

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Ársþing Blaksambands Íslands var haldið laugardaginn 5.júní og á þinginu voru veittar viðurkenningar og valið í lið ársins.  Blakdeild Aftureldingar átti 3 fulltrúa í liði ársins í Mizunodeild kvenna: Uppspilarann; Luz Medina, kantsmassarann Maríu Rún Karlsdóttur og díó spilarann Thelmu Dögg Grétarsdóttur. Auk þess fékk Thelma Dögg viðurkenningur fyrir að vera; Stigahæst í sókn, stigahæst í uppgjöfum og stigahæst samtals. Að lokum var Thelma Dögg valin BESTI LEIMAÐUR MIZUNODEILDARINNAR LEIKTÍÐINA 2020-2021.

Við óskum Thelmu Dögg, Luz og Maríu Rún innilega til hamingju með frábæra leiktíð.