Álafosshlaupið 100 ára

Ungmennafélagið Afturelding Frjálsar

Álafosshlaupið fer að venju fram þann 12. júní í Mosfellsbæ, ræst verður kl 10.00. Boðið verður upp á 10 km og 5 km hlaup sem eru að mestu á malarstígum um holt og hæðir í Mosfellsbæ.

Hlaupið er eftir merktum leiðum, en samt óvenjulegum, göngustígum og malarvegum. Á brattann er að sækja fyrri helming en síðan er farinn malarvegur eða stígar niður í mót. Drykkir verða veittir í hlaupi í 10 km leiðinni og við endamark fyrir alla. Heildarhækkun í 10 km brautinni er um 130 metrar.

HÉR má sjá helstu upplýsingar um hlaupið.
Skráningar og nánari upplýsingar á www.hlaup.is