Liverpoolskólinn á Íslandi

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Stjórn Liverpoolskólans á Íslandi heldur í vonina  um að hægt verði að taka á móti þjálfurum frá Liverpool í ágústmánuði.
Stjórnin er í  miklum samskiptum við Liverpool þessa dagana með það að  markmiðið að vera með Liverpoolskóla á Íslandi í fyrri hluta ágúst í ár. Það sem mestu skiptir akkúrat núna er hvort þjálfarar Liverpool verði fullbólusettir á þeim tíma og hafi fullt ferðafrelsi.
Þessi mál ættu að verða nokkuð skýrt í næstu viku og mun þá verða tekin ákvörðun um hvort Liverpoolskólinn á Íslandi verði haldinn hér á landi í ágúst. Sú ákvörðun verður tilkynnt á vefsíðu Aftureldingar og facebooksíðunni okkar.