Afturelding með sigur í háspennuleik að Varmá

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar tóku á móti KA í fyrsta leiknum í undanúrslitakeppni Íslandsmótsins í blaki að Varmá í kvöld í rúmlega  tveggja klukkustunda leik.  Afturelding vann örugglega fyrstu hrinuna en tapaði næstu tveimur mjög illa. Þær snéru leiknum við í 4.hrinu og náðu sér í oddahrinu. Hún byrjaði ekki vel og komust KA stúlkur í 9-3.  Aftureldingarstúlkurnar sýndu þvílíka baráttu og neitðu að gefast upp náðu að jafna leikinn í 12-12 og unnu síðan hrinuna 16-14 og þar með leikinn 3-2.  Þær eru því með yfirhöndina því vinna þarf 2 leiki til að komast í úrslitaleikinn en þær halda norður á laugardaginn þegar næsti leikur liðanna fer fram í KA heimilinu kl 19:00. Þvílíkur endir á ótúlegum sveifuleik og þvílíkur karakter í liðinu.   Stigahæst hjá Aftureldingu var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 25 stig og María Rún Karlsdóttir skilaði 18 stigum í hús. Stigahæst hjá KA stúlkum var Paula Del Olmo Gomez með 23 stig og Mireia Orozco með 19 stig