Eva Dís framlengir við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Gleðilegar fréttir fyrir Aftureldingu. Markvörðurinn Eva Dís Sigurðardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Aftureldingar.
Eva Dís, sem er 20 ára er uppalin  í Mosfellsbæ og hefur spilað með Aftureldingu upp alla yngri flokka. Hún hefur einnig spilað fyrir yngri landsliðin og var nú vetur valin í æfingahóp A landsliðsins.

Eva er mikilvægur hlekkur í skemmtilegu liði Aftureldingar sem spilar á meðal þeirra bestu í Olís deildinni í haust.