Fyrsti leikur í undanúrslitunum um Íslandmeistaratitilinn

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á morgun, þriðjudaginn 4.maí. Þar sem þær urðu í öðru sæti í deildarkeppninni í Mizunodeildinni þá fóru þær beint í undnaúrslitin. Þær mæta liði KA sem lagði lið Þróttar Reykjavíkur í tveimur leikjum í síðustu viku.Leikurinn hefst kl 19:00 að Varmá og næsti leikur er á laugardaginn á Akureyri kl einnig kl 19:00.  Ef það þarf að spila þriðja leikinn verður hann spilaður að Varmá eftir viku þann 11.maí. Það lið sem vinnur tvo leiki fer í úrslitarimmuna á móti annað hvort HK eða Þrótti Nes/Fjarðabyggð. Áhorfendur eru leyfðir á leiknum en kaupa þarf miða í gegnum stubb appið sem ættu að vera aðgengilegir á morgun, þriðjudag og verða númeruð sæti. Einnig er sýnt beint frá leiknum á streymisrás Blaksambands Íslands.

Hægt er að horfa á leikinn hér

 

Voanandi láta Mosfellingar sjá sig í stúkunni og hvetja stelpurnar áfram.

Áfram Afturelding !!!