Svartbeltispróf

Taekwondo Taekwondo

Laugardaginn 1.maí fór fram svartbeltispróf á vegum Taekwondosamband Íslands, yfirdómari var Helgi Rafn Guðmundsson 4.dan. Það voru nítján iðkendur frá fjórum félögum sem tóku prófið þar af níu frá Aftureldingu.
Forprófið var skipt upp í bóklegan og verklegan hluta þar sem voru þrek og hraðapróf. Í lokaprófinu var meðal annars prófað í formum, tækni, sjálfsvörn, bardaga og brotum.

Við erum rosalega stolt af þessum flottu iðkendum sem við eigum.
Þau sem tóku próf eru:

Aþena Rán Stefánsdóttir 1.poom
Ásta Kristbjörnsdóttir 1.poom
Ásthildur Emma Ingileifardóttir 2.dan
Daníel Viljar Sigtryggsson 1.dan
María Guðrún Sveinbjörnsdóttir 3.dan
Regína Bergmann Guðmundsdóttir 1.dan
Róbert Mikael Óskarsson 1.dan
Vígsteinn Frosti Hauksson 1.poom
Wiktor Sobczynski 2.dan

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með þennan flotta árangur og hlökkum til að fylgjast áfram með þeim.