Reglur í dojang (salnum)

  1. Iðkendur hneigja sig þegar þeir koma inn í dojang (salinn) og þegar þeir fara út.
  2. Sýna skal þjálfara og aðstoðarþjálfara virðingu.
  3. Sýna skal samnemendum virðingu.
  4. Ávalt skal vera í snyrtilegum dobok (taekwondo galla) og með belti á æfingu.
  5. Ekki er leyfilegt að taka af sér beltið á meðan á æfingu stendur.
  6. Ekki er leyfilegt að leika sér með áhöld nema með leyfi þjálfara.
  7. Halda skal salnum snyrtilegum. Ekki henda fötum á gólfið.
  8. Ekki er leyfilegt að borða nesti í salnum.
  9. Allir taka þátt í því að ganga frá öllum búnaði eftir tímann.
  10. Ekki skal ónáða tímana á undan eða eftir þinni æfingu.
  11. MUNA EFTIR VATNSBRÚSANUM!!! MIKILVÆGT!!