Úrslitakeppnin í blaki að hefjast

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak, Fréttir

Bæði karla og kvennalið Aftureldingar náðu þeim árangri að komast í úrslitakeppnina en  4 efstu liðin ná þangað inn.  Þetta er eina félagið á landinu sem nær þessum árangri í ár því hin liðin sem eru með bæði karla og kvennalið eru með annað liðið sitt inni í keppninni.

Strákarnir hefja leik í kvöld, miðvikudag með heimsókn í Digranesið og spila við HK. Stelpurnar hefja leik á morgun, skírdag þegar þær fá lið Álftaness í heimsókn. Vinna þarf 2 leiki til að komast í úrslitarimmuna. Næsti leikur strákanna er að Varmá á annan í páskum og stelpurnar sækja Álftanes heim á þriðjudaginn.  Komi til þriðja leiksins þá spilast þeir vikuna eftir páska.

Við hvetjum allt Aftureldingarfólk til að flykkjast að baki sínum liðum og hvetja þau áfram í baráttunni.

ÁFRAM AFTURELDING