Viðbótatímar fyrir leikskólahópana hefst 2. október

Fimleikadeild Aftureldingar Fréttir

Það hefur verið gríðaleg eftirspurn um að komast inn í leikskólahópana hjá okkur og ekki hafa allir komist sem vildu.

Fimleikadeildin er búin að setja upp nýtt námskeið fyrir krakka fædda 2017 og 2018.

Æfingarnar hefjast sunnudaginn 2. október.

Æfingarnar eru með sama sniði og þær æfingar sem voru upprunalega settar upp og verða á sunnudögum klukkan 13-14.

Ef þið viljið skrá barn sem er fætt 2018 þá þarf að hafa samband við fimleikar@afturelding.is til þess að skrá (það er ekki hægt að skrá í gegnum Sportabler)

Vonandi náum við öllum inn sem langar að æfa.