Kristinn Freyr og Eduard framlengja samninga sína

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Siglfirðingarnir Kristinn Freyr Ómarsson og Eduard  Constantin Bors framlengdu báðir samninga sína við blakdeild Aftureldingar í vikunni.  Báðir komu þeir  til Aftureldingar frá BF (Boltafélag Fjallabyggðar)  fyrir síðustu leiktíð og unnu til bronsverðlauna í efstu deild karla með Aftureldingu ásamt því að spila í 1.deild karla með unglingaliðinu.  Báðir hafa þeir tekið þátt í landsliðsverkefnum U liða Íslands.