Michal og Sebastian framlengja samninga sína

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Michal Lakomi og Sebastian Sævarsson Meyer framlengdu báðir samninga sína við blakdeild Aftureldingar í vikunni. Michal hefur spilað með meistaraflokki s.l. 2 ár vann til bronsverðlauna í vor með liðinu. Sebastian byrjaði að æfa blak með Aftureldingu sem barn en fluttist síðan í burtu. Hann kom aftur sem fullorðinn og í meistaraflokkinn og hefur spilað með liðinu undanfarin ár. Sebastian varð Bikarmeistari með liðinu 2017 og vann til bronsverðlauna á Íslandsmótinu s.l. vor.