Oddný og Þórður með brons

Karatedeild Aftureldingar Karate

Laugardaginn 17. ágúst tók landsliðsfólkið okkar, Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson þátt í sterku opnu móti með landsliði Íslands í karate í Helsinki í Finnlandi – Helsinki Karate Open. Oddný og Þórður stóðu sig frábærlega og náðu bæði þriðja sæti. Þátttaka í mótinu var liður í undirbúningi fyrir alþjóðlega Smáþjóðamótið í karate sem haldið verður að þessu sinni í Laugardalshöll helgina 12.-14. september 2019.

Lesa má nánar um árangur íslensku keppendanna á mótinu á vef Karatesambands Íslands. Úrslit mótsins má nálgast hér.

Þórður í 3. sæti U18 ára kata

Oddný í 3. sæti í U16 ára kata