Aldursflokkameistaramót Íslands

Ungmennafélagið Afturelding Sund

Um helgina fór fram Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi í 25m laug sem fram fór á Akureyri. Afturelding átti fjóra keppendur á mótinu að auki tvo keppendur sem kepptu eingöngu í boðsundum

Birta Rún Smáradóttir 17 ára keppti í 200m baksundi, 100m bringusundi, 200m skriðsundi, 200m fjórsundi, 100m skriðsundi, 200 bringusundi. Einnig keppti hún í þremur boðsundum. Hún náði 5. sæti í öllum einstaklingsgreinunum og bætti sig í öllum greinum. Hún bætti aldursflokkamet Aftureldingar í 15-17 ára og í opnum flokk um 5 sek í 200m bringusundi, 4 sek í 100m bringusundi, 4 sek í 200m skriðsundi, 3 sek í 200m fjórsundi og 1 sek í 100m skriðsundi. Þetta er virkilega flottur árangur hjá henni.

Ásdís Gunnarsdóttir 13 ára keppti í 200m baksundi, 200m skriðsundi, 100m baksundi, 100m skriðsundi, 100m flugsundi, 400m fjórsundi og einnig í fimm boðsundum. Hún bætti sig í öllum einstaklingsgreinunum á mótinu. Besti árangur hennar var 8. sæti í 100m skriðsundi og 200m baksundi en er hún á yngra árinu í 13-14 ára flokknum. Einnig bætti hún aldursflokkamet Aftureldingar í 13-14 ára um 3 sek í 100m flugsundi, 2 sek í 200m baksundi, 1 sek í 100m skriðsundi, 1 sek í 400m fjórsundi og hálfa sek í 100m baksundi. Virkilega flott mót hjá henni.

Júlíana Björt Hjaltested 15 ára keppti í 400m skriðsundi, 200m skriðsundi, 200m flugsundi, 800m skriðsundi, 100m flugsundi, 400m fjórsundi og þremur boðsundum. Besti árangur hennar var 7. sæti í 800m skriðsundi og 200m flugsundi og er hún á yngsta ári í 15-17 ára flokknum, bætti hún sig einnig í þeim greinum. Mótið kom mjög vel út hjá henni.

Lína Rut Halldórsdóttir 14 ára keppti í 200m skriðsundi, 100m baksundi, 100m skriðsundi og einnig í fimm boðsundum. Bætti hún sig í 100m baksundi og 100m skriðsundi. Þetta er hennar fyrsta Aldursflokkameistaramót og stóð hún sig með prýði.

Birna Rún Jónsdóttir 12 ára keppti á sínu fyrsta Aldursflokkamóti í þremur boðsundum.

Ingibjörg Guðný Guðmundsdóttir 11 ára keppti á sínu fyrsta Aldursflokkamóti í þremur boðsundum.

Einnig tók Afturelding þátt í fimm boðsundum,

Í 4×100 skriðsund boðsundi og 4×100 fjórsundboðsundi 15-17 ára kepptu þær Ásdís Gunnarsdóttir, Birta Rún Smáradóttir, Júlíana Björt Hjaltested, Lína Rut Halldórsdóttir. Fóru þær á nýju Aldursflokkameta 15-17 og í opnum flokki í báðum boðsundunum.

Í 4×100 skriðsund boðsundi og 4×100 fjórsundboðsundi 13-14 ára kepptu þær Ásdís Gunnarsdóttir, Birna Rún Jónsdóttir, Ingibjörg Guðný Guðmundsdóttir og Lína Rut Halldórsdóttir.

Einnig kepptum við í 10x50m boðsundi með ÍA, Óðni og UMFB.

Við þjálfararnir erum virkilega stoltir af þessum frábærum krökkum.