Frábær helgi hjá sunddeildinni

Ungmennafélagið Afturelding Óflokkað, Sund

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót í Sundi í 50m. laug og áttum við þrjá keppendur á mótinu og einnig tvö boðsund.

Birta Rún Smáradóttir keppti í 50m skriðsundi, 400m. fjórsundi, 100m. bringusundi og 100m skriðsundi. Í 50m. skriðsundi komst hún í úrslit og endaði í 6. sæti og bætti þar sinn besta tíma í greininni og einnig bætti hún Aftureldingarmetinu í greininni. Í 400m fjórsundi var hún mjög nálægt að komast í úrslit og var rétt við sinn besta tíma. 100m bringusundi er hennar besta grein og komst hún í úrslit og nældi sér í 4. sæti eftir mikla baráttu, þar bætti hún sinn besta tíma mikið og einnig bætti hún Aftureldingarmetinu. í keppni í100m. skriðsundi komst hún í úrslit og endaði í 7. sæti og bætti sinn besta tíma og enn eitt Aftureldingarmetið fellt hjá henni.

Diana Sól Editudóttir keppti í 50m. skrið og 100m. skriðsundi. Í 50m skriðsundi bætti hún sinn besta tíma og var hárspreit frá því að ná inn í úrslit.  Í 100m. skriðsundi náði hún að bæta besta tímann sinn.

Ásdís Gunnarsdóttir keppti í 100m. skriðsundi. Hún bætti sinn besta tíma í greininni og náði einnig aldursflokkameti Aftureldingar 13 til 14 ára en er hún eingöngu 13 ára.

Afturelding tók þátt í 2 boðsundsveitum 4x100m. skriðsund boðsund kvenna og 4x100m. fjórsundboðsund kvenna

Í 4x100m. skriðsund boðsundi kepptu þær Ásdís Gunnarsdóttir, Diana Sól Editudóttir, Júlíana Björt Hjaltested og Birta Rún Smáradóttir. Þær enduðu í 7 sæti á tímanum 4:28,77 sem er nýtt Aftureldingarmet en fyrra metið var 4:49,03 og eru þær því að bæta það um 20 sekundur

4x100m. fjósund boðsund keppu Diana Sól Editudóttir (baksund), Birta Rún Smáradóttir (Bringusund), Júlíana Björt Hjaltested (flugsund) og Ásdís Gunnarsdóttir (Skriðsund). Enduðu þær í 9. sæti á tímanum 5:10,30 á nýju Aftureldingarmeti en fyrra metið var 5:46,66 og bættu þau það um 36 sekundur.

Virkilega flott helgi hjá áhugasömum sundiðkendum Aftureldingar.