Sumarstarf Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Það verður nóg um að vera í sumar fyrir iðkendur Aftureldingar.
Ýmist er  boðið upp á fyrir hádegi, eftir hádegi eða allan daginn. Ath ef iðkendur eru á námskeiðum fyrir hádegi og eftir hádegi hjá sitthvorri deildinni er boðið upp á fylgd á milli námskeiða og gæslu í hádeginu. Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við skrifstofu Aftureldingar: hannabjork@afturelding.is

Skráning er nú opin á skráningavef okkar  afturelding.felog.is 

Þær deildir sem bjóða upp á sumarnámskeið sumarið 2021 eru eftirfarandi:
Fimleikadeild
Frjálsar og Sunddeildir slá saman í námskeið ATH námskeiðið er undir Sunddeild 
Handknattleiksdeild
Knattspyrnudeild
Körfuknattleiksdeild