Aðstaða

Aðstaða Ungmennafélagsins Aftureldingar og heimili er í íþróttamiðstöðinni að Varmá.

Í íþróttahúsinu eru þrír íþróttasalir, salur fyrir bardagaíþróttir, fimleikahús og búningsaðstaða. Sundlaug er tengd íþróttahúsinu.

Á svæðinu er knattspyrnuvöllur í fullri stærð ásamt hlaupabraut, gervigrasvöllur í fullri stærð og annar sjö manna völlur. Á Tungubökkum eru grasvellir og búningsaðstaða.

Auk vallarhúss við knattspyrnuvöllinn hefur félagið aðgang að smáhýsi, s.k. stofu 6, til fundahalda og annarra nota í þágu félagsins. Skrifstofuaðstaða félagsins sem hýsir framkvæmdastjóra, íþróttafulltrua og fjármálafulltrúa er í íþróttahúsi.