Jafnréttisstefna

Uppfærð stefna 2023

Árið 2023 var jafnréttisstefna félagis endurgerð á sama tíma og handbækurnar um fyrirmyndarfélag var unnið.

Jafnréttisstefna 2023

Uppfærð stefna 2019

Árið 2019 var jafnréttisstefna félagis endurgerð á sama tíma og handbækurnar um fyrirmyndarfélag var unnið.

Jafnréttisstefna 2019

Jafnréttisnefnd

Aðalstjórn Aftureldingar ákvað að setja félaginu jafnréttisstefnu á fundi 21. september 2010 og skipaði sinn fulltrúa í jafnréttisnefnd. Á formannafundi 13. október voru skipaðir þrír fulltrúar í viðbót. Jafnréttisnefndin vann að stefnunni um haustið og skilaði stefnu og aðgerðaáætlun til aðalstjórnar í desember. Aðalstjórn samþykkti stefnuna ásamt aðgerðaáætlun í janúar 2011 og formannafundur samþykkti hana á fundi sínum 3. maí 2011. Stefnuna og aðgerðaáætlunina má nálgast hér fyrir neðan.

Jafnréttisviðurkenning

Ungmennafélagið Afturelding hlaut jafnréttisviðurkenningu Mosfellbæjar 2011 „Fyrir að búa til og innleiða jafnréttisáætlun fyrir félagið og fylgjast þannig markvisst með stöðu jafnréttismála hjá félaginu bæði hvað varðar starfsfólk og iðkendur“ og var viðurkenningin afhent félaginu á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar þann 19. september 2011 í Hlégarði.