Tryggingamál iðkenda

  1. Slysatrygging

Meginreglan er að iðkendur UMF Aftureldingar eru ekki tryggðir á vegum félagsins þó þeir stundi æfingar og keppni á vegum þess. Iðkendur félagsins kunna að eiga rétt til bóta frá Sjúkratryggingum Íslands sbr. lög um slysatryggingar almannatrygginga frá 2015.  Tryggingin nær til íþróttafólks sem orðið er 16 ára, tekur þátt í íþróttaiðkun og slasast við æfingar, sýningar eða keppni.

Þegar slys ber að höndum og ætla má að það sé bótaskylt skal það tilkynnt til þjónustuvers Sjúkratrygginga Íslands, Vínlandsleið 16, Reykjavík eða til umboða um landið. Öll slys ber að tilkynna innan eins árs.

Iðkendur eða forráðamenn þeirra bera sjálfir ábyrgð á að afla tilskilinna gagna, fylla út umsóknareyðublað og annast öll samskipti við Sjúkratryggingar Íslands. Nauðsynleg eyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands undir íþróttaslys. Aðstoð við útfyllingu og frágang skjala er hægt að fá á skrifstofu Aftureldingar.

Hvaða gögnum þarf að skila inn til Sjúkratrygginga Íslands?

  • Tilkynning um slys, eyðublað er hægt að nálgast hér
  • Læknisvottorð vegna slyss (áverkavottorð) frá þeim lækni eða heilbrigðisstofnun/sjúkrahúsi sem slasaði leitaði fyrst til eftir slysið. Í vottorðinu þurfa að koma fram upplýsingar um fyrstu komu vegna slyssins og tímabil óvinnufærni.
  • Kvittanir/reikningar vegna útlagðs sjúkrakostnaðar.
  • Fara með öll gögn í þjónustuver Sjúkatrygginga Íslands, Vínlandsleið 16.

Ath. að umsóknareyðublaðið þarf að vera stimplað og undirritað frá skrifstofu Aftureldingar!!

 

  1. Sjúkraþjálfun

Sjúkratryggðir greiða 90% af heildargjaldi gegn framvísun beiðni um sjúkraþjálfun, sjá gjaldskrá hér. Veita má sjúkratryggðum sjúkraþjálfun án beiðni, að hámarki 6 skipti á ári. Í almanaksmánuði greiðir sjúkratryggður að hámarki 26.100 kr. fyrir heilbrigðisþjónustu, en í hverjum mánuði að lágmarki 4.350 kr.

  • Afturelding greiðir þann hluta sjúkraþjálfunarkostnaðar sem Sjúkratryggingar greiða ekki.
  • Þessa sundurliðun (þar sem fram koma eftirstöðvar o.fl.) þarf að áframsenda á Aftureldingu umfa(at)afturelding.is ásamt reikningsupplýsingum fyrir innleggi (banki-hb-reikningsnúmer og kt.eiganda).
  • Hægt er að koma með kvittanir á skrifstofu eða að fá þær sendar í tölvupósti.

ATH ofangreindar reglur gilda einungis um samningsbundna leikmenn meistaraflokka Aftureldingar.  Afturelding tekur ekki þátt í sjúkrakostnaði annarra iðkenda.