Sumarnámskeið 2022

Sumarnámskeiðin eru frábær leið til að prófa sem flestar íþróttir og kynnast í leiðinni þjálfurunum.

Ath. fimleikar eru með námskeið eftir hádegi að Varmá – hægt er að koma því að þjálfarar fylgi þeim börnum sem fara á þau námskeið í fimleikasalinn.  – Við biðjum ykkur að senda línu á hannabjork@afturelding.is vilji þið nýta það.

Skráning hefst 2. maí á sportabler.com

Blakdeild Aftureldingar

Aldur: 3.-6. bekkur

Tímabil: 27.-30. júní

Verð: 4.900kr.

Fer fram að Varmá.
Skráning fer fram HÉR.

Þjálfari: Rósborg

 

 

 

Fimleikadeild Aftureldingar 

Aldur: 6-10 ára
Tímabil:
13.-16. júní
20.-24. júní 
27. júní -1. júlí
4.-8. júlí
2.-5. ágúst
8.-12. ágúst
15.-19. ágúst.
Verð:
*Heilsadagsnámskeið –  18.000kr (5 dagar)   14.400kr (4 dagar)
Eftir hádegi 13.00-16.00 – 9.000 kr. (5 dagar) 7.200kr. (4 dagar)

*Heilsdagsnámskeið, frá kl. 8-16  Samblanda af leikjum, útiveru og fimleikum.  

Börnin mæta með eigið nesti
Fer fram að Varmá
Frekari upplýsingar hjá Bjarna yfirþjálfara: fimleikar@afturelding.is 

Körfuboltadeild Aftureldingar 

Aldur: 6-10 ára
Tímabil:
13.-16. júní
20.-24. júní 
27. júní -1. júlí
2.-5. ágúst
8.-12. ágúst

Verð: 

Hálfur dagur frá 9-12. – 3.850kr (5 dagar) 2.750kr (4 dagar)
Frem fram í Lágafelli
Frekari upplýsingar hjá Sævaldi yfirþjálfarar: saebi@simnet.is

Sumaræfingar 

Tímabil:
6. -10 júní
13.-17. júní

20.-24. júní 
27. júní -1. júlí
2.-5. ágúst
8.-12. ágúst

Verð: 9.000kr allt sumarið

Frem fram í Lágafelli
Frekari upplýsingar hjá Sævaldi yfirþjálfarar: saebi@simnet.is

Handknattleiksdeild Aftureldingar 

Aldur: 6-12 ára

Tímabil:
20.-24. júní
8.-12. ágúst

Verð: 7.900 kr

Hálfur dagur frá 9-12.
Frekari upplýsingar hjá Gunna yfirþjálfara: Gunnar@afturelding.is
Fer fram að Varmá

Knattspyrnudeild Aftureldingar 

Knattspyrnudeild Aftureldingar kynnir námskeið fyrir leikmenn 5.flokks og 4.flokks karla og kvenna  fyrir sumarið 2022

Boðið verður uppá Fótbolta Akademíu í júní og ágúst fyrir þessa flokka. Markmiðið er að bæta við æfingum fyrir þennan aldur til að auka tæknilega færni, sendingar og móttökur. Æfingar fara fram undir stjórn menntaðra þjálfara hjá knattspyrnudeild. Einnig er boðið uppá markmanns akademíu fyrir markmenn þessara flokka.

Þjálfarar námskeiðsins verða Bjarki Már Sverrisson yfirþjálfari yngri flokka, Hallur Ásgeirsson þjálfari yngri flokka, auk annarra gestaþjálfara.

Eftirfarandi námskeið eru í boði:
Námskeið 1: 20. – 24. júní Gervigras Varmá 09:30-12:00
Námskeið 2: 8.-12.ágúst Gervigras Varmá 09:30-12:00

Verð fyrir námskeið er kr.8.500
Skráning fer fram í Sportabler

Nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari á netfangið: bjarki@afturelding.is

 

Knattspyrnuskólinn er fyrir hressa krakka fædda 2008-2015
Skóli þar sem meginmarkmiðið er að börn á aldrinum 7 til 14 ára læri undirstöðuatriði í fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á grunntækni í knattspyrnu og að allir fá verkefni við sitt hæfi. Skólinn er kjörinn vettvangur fyrir nýja iðkendur til að kynnast grunnatriðum í knattspyrnu, en er jafnframt ætlaður börnum sem æfa fótbolta og vilja skemmtilega viðbót við hefðbundnar æfingar.

Fimm námskeið í boði:
Námskeið 1: 13.-16.júní HM-Námskeið (4 dagar)
Námskeið 2: 20.-24.júní (5 dagar)
Námskeið 3: 27.júní-1.júlí (5 dagar)
Námskeið 4: 8.-12.ágúst (5 dagar)
Námskeið 5: 15.-19.ágúst EM-Námskeið (5 dagar)

Kennt er alla virka daga frá kl. 09:30 – 12:00
Gæsla innifalin í verði frá kl. 09:00
Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveislu

Leynigestir kíkja í heimsókn
Verð fyrir hvert námskeið kr. 8.500 (5 dagar)  og 7.000 (4 dagar)
Nánari upplýsingar hjá yfirþjálfara: bjarki@afturelding.is
Skráning fer fram í Sportabler
Kennsla fer fram á gervigrasinu á Varmá