Sumarnámskeið 2021

Það hefur aldrei verið jafn fjölbreytt úrval af sumarnámskeiðum hjá Aftureldingu en nú í sumar. Sumarnámskeiðin eru frábær leið til að prófa sem flestar íþróttir og kynnast í leiðinni þjálfurunum.

Ath. fimleikar eru með námskeið eftir hádegi að Varmá – hægt er að koma því að þjálfarar fylgi þeim börnum sem fara á þau námskeið í fimleikasalinn.  – Við biðjum ykkur að senda línu á hannabjork@afturelding.is vilji þið nýta það.

Skráning á öll námskeiðin fer fram HÉR   Ath. sameiginlegt námskeið sund- og frjálsíþróttadeildarinnar er undir SUND.

Fimleikadeild Aftureldingar 

Aldur: 6-10 ára
Tímabil:
14.-18. júní
21.-25. júní 
28. júní -2. júlí
3.-6. ágúst
9.-13. ágúst
16.-20. ágúst.
Verð:
*Heilsadagsnámskeið –  15.900kr (5 dagar)   12.700kr (4 dagar)
Eftir hádegi 13.00-16.00 – 8.200 kr. (5 dagar) 6.500kr. (4 dagar)

*Heilsdagsnámskeið, frá kl. 8-16  Samblanda af leikjum, útiveru og fimleikum.  

Í ágúst er börnum sem eru að byrja í fyrsta bekk boðið að taka þátt

Börnin mæta með eigið nesti

Frekari upplýsingar hjá Bjarna yfirþjálfara: fimleikar@afturelding.is 

Handknattleiksdeild Aftureldingar

Aldur: 1.-5. bekkur
Tími: 9.00- 12.00
Verð: 6.000kr.
Tímabil:
14.-18. júní
21.-25. júní 
28. júní -2. júlí
3.-6. ágúst
9.-13. ágúst
16.-20. ágúst.

Upplýsingar:
Handboltanámskeiðið verður í íþróttamiðstöðinni að Varmá
Stuttbuxur, stuttermabolur og innanhússkór eru tilvalin fatnaður. Við biðjum allla með vatnsbrúsa, nesti og góða skapið.
Handboltanámskeiðið hentar vel byrjendum sem og lengra komnum.

Frekari upplýsingar hjá Gunnari yfirþjálfara, gunnar@afturelding.is

Knattspyrnudeild Aftureldingar

Knattspyrnuskóli Aftureldingar

Knattspyrnuskólinn er fyrir hressa krakka fædda 2007-2014

Tímabil: 
14.-18. júní
21.-25. júní 
28. júní -2. júlí
3.-6. ágúst
9.-13. ágúst
Verð: 8.000 (5 dagar)  og 6.500 (4 dagar)
Veittur er 10% systkinaafsláttur
Upplýsingar: 
Skóli á vegum knattspyrnudeildar Aftureldingar þar sem meginmarkmiðið börn læri undirstöðuatriði í fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á grunntækni í knattspyrnu og að allir fá verkefni við sitt hæfi. Skólinn er kjörinn vettvangur fyrir nýja iðkendur til að kynnast grunnatriðum íþróttarinnar en er jafnframt ætlaður börnum sem æfa fótbolta og vilja skemmtilega viðbót við hefðbundnar æfingar. knattspyrnuskólinn fer fram á gervigrasinu að Varmá
Kennt er alla virka daga frá kl. 09:30 – 12:00
Gæsla innifalin í verði frá kl. 09:00
Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveislu. Leynigestir kíkja í heimsókn

Frekari upplýsingar hjá Bjarka yfirþjálfara, bjarki@afturelding.is

Körfuboltadeild Aftureldingar

Aldur: 1.-4. bekkur
Tími: 9.00- 12.00
Verð: 3.500 kr.  (2.500kr, fyrir 4 daga námskeiðin)
Tímabil:
14.-18. júní
21.-25. júní
28. júní -2. júlí
5. – 9 júlí
3.-6. ágúst
9.-13. ágúst
16.-20. ágúst.

Ath. Körfuboltanámskeiðin fara fram að Lágafelli.

Körfuboltanámskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna.
Námskeiðið byrjar kl. 9.00 en þjálfarar verða mættir kl 8.30 og taka á mót iðkendum þá. Smá nesti, vatnsbrúsi, þæginleg íþróttaföt (inni og úti) og skó. Við reynum að fara stundum út í góða veðrið

Nettó gefur öllum þátttakendum bolta.

Þjálfara taka strætó með þá sem sækja fimleikanámskeið eftir hádegi og koma þeim í öruggar hendur starfsmanna fimleikadeildarinnar.

Frekari upplýsingar hjá Ingvari þjálfara, ormarsson@yahoo.com

Sameiginlegt námskeið Sunddeildar Aftureldingar og Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar

Aldur: 1.-4. bekkur
Tími: 9.00- 16.00
Verð: 14.900kr
Tímabil
14.-18. júní
21.-25. júní
28. júní -2. júlí
3.-6. ágúst
9.-13. ágúst
Upplýsingar:

Farið verður í sund í Lágafellslaug þar sem sundþjálfari verður með þjálfun og kennslu í sundtökum.
Frjálsíþróttaþjálfarar stjórna leikjum og æfingum að Varmá fyrir og/eða eftir sund.

Farið verður á milli Varmá og Lágafells í ævintýraferðum, ýmist í strætó, gönguferðum eða mögulega hjólaferðum.

Krakkarnir þurfa að koma með nesti fyrir allan daginn, föt eftir veðri og vindum, vatnsbrúsa og góða skapið.

Veittur er 15% sysktinaafsláttur innan námskeiða. Skráning fer þá fram hjá íþróttafulltrúa Aftureldingar: hannabjork@afturelding.is

Frekari upplýsingar hjá Hilmari yfirþjálfarar sunddeildar: hilmar1494@gmail.com