Sumarnámskeið 2020

Ath. að verið er að í því að sejta upp námskeiðin í kerfinu. 

 

 

 

 

 

Blakdeild Afturelding 

Aldur: 8-11 ára og 12-15 ára

Tímabil: 
8-11 júní 
15 – 18 júní 
22-25 júní 

10-13 ágúst 
17-20 ágúst 

Tími: 
8-11 ára: Mánudagar og miðvikudagar kl 15.30-16.30
12-15 ára: Mánudagar – fimmtudagar kl 16:30-17:30

Staðsetning: Strandblaksvöllurinn á Stekkjaflöt í Mosfellsbæ
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Jórunni á jorunneh@hotmail.com 

Ath: 17 júní fellur út hjá eldri hópnum. við biðjum iðkendur að mæta tilbúin í slaginn með vantsbrúsa og góða skapið með sér. 

Fimleikadeild Aftureldingar 

Aldur: 6-10 ára
Tímabil:
9-12. júní
15-19. júní 
22-26. júní
29. júní-3. júlí
4-7. ágúst
10-14. ágúst
17-21. ágúst.

Verð:
*Heilsadagsnámskeið –  15.900kr (5 dagar)   12.700kr (4 dagar)
Eftir hádegi 13.00-16.00 – 8.200 kr. (5 dagar) 6.500kr. (4 dagar) 

*Heilsdagsnámskeið, frá kl. 9-16  Samblanda af leikjum, útiveru og fimleikum.  (Boðið eru upp á gæslu án aukagjalds frá 8:00-9:00)

Í ágúst er börnum sem eru að byrja í fyrsta bekk boðið að taka þátt

Börnin mæta með eigið nesti

20% afsláttur ef öll námskeið eru keypt.
20% systkinaafsláttur.
Það þarf að hafa samband í tölvupóst fimleikar@afturelding.is ef þið viljið nýta ykkur systkinaafslátt því það þarf að skrá það handvirkt.

Sumaræfingar fyrir keppnishópa; 2., 3., 4. flokk og drengjahóp
Nánar um verð og tímabil er í skráningarferlinu inná https://afturelding.felog.is/ 

Parkour námskeið

Aldur: 7-10 ára
Tímabil: 10-14. ágúst
Tími:  mánudag, miðvikudag og föstudag klukkan 13:00-14:00

Verð: 2.500 krónur

Nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari á netfangið: selma@afturelding.is

 

 

 

 

 

Handknattleiksdeild Aftureldingar

Aldur: Börn fædd 2007-2014
Tímabil: 10.-14. ágúst og 17.-21. ágúst
Tími: Börn fædd 2011-2014 kl 12:30-14:30
           Börn fædd 2007-2010 kl 10:00-12:00

Verð: 7.500 – Skráning á Nóra. 

Hjóladeild Aftureldingar

1. – 10. júní
Mánudaga og miðvikudaga 
Grunnnámskeið kl 16:10-17:10 (20 pláss)
Framhaldsnámskeið kl 17:10-18:10 (20 pláss)

Hjól með virkum bremsum og hjálmur eru skilyrði.

Verð 8.000

Upplýsingar:
Við munum byrja allar æfingar við pumptrackið hjá Varmárskóla.

Farið verður í grunntækni, jafnvægi, bremsur, beygjur og þess háttar.
Við munum fara á vel valda staði í nágrenninu með æfingar í huga, einnig munum við fara á nýja hjólabraut í garðinum hjá Magne og Ástu í Icebike.

Framhaldsnámskeið: á þessu námskeiði þurfa krakkarnir að hafa gott vald á hjóli og bremsum þar sem við munum nýta fell og hlíðar í nágrenni Mosfellsbæjar.

Þjálfarar:
Georg Vilhjálmsson, sími: 664 1233
Steini Sævar Sævarsson, sími 896 3060

Þeir eru báðir með þjálfaramenntun frá ÍSÍ og áratuga reynsla í hjólasportinu.

Knattspyrnudeild Aftureldingar

Fótbolta akademía sumar 2020
Knattspyrnudeild Aftureldingar kynnir námskeið fyrir leikmenn 5.flokks og 4.flokks karla og kvenna  fyrir sumarið 2020

Tímabil:
Námskeið 1: 9. – 12. júní Gervigras Varmá 09:30-12:00 (5 dagar)

Námskeið 2: 22. – 26. júní Gervigras Varmá 09:30-12:00 (5 dagar)

Verð: 7500 kr. 
10% afsláttur ef skráð er á bæði námskeiðin.

Upplýsingar: 
Boðið verður uppá Fótbolta Akademíu í júní fyrir þessa flokka. Markmiðið er að bæta við æfingum fyrir þennan aldur til að auka tæknilega færni, sendingar og móttökur. Æfingar fara fram undir stjórn menntaðra þjálfara hjá knattspyrnudeild.

Þjálfarar:
Bjarki Már Sverrisson yfirþjálfari yngri flokka
Hallur Ásgeirsson þjálfari yngri flokka, auk annarra gestaþjálfara.

Nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari á netfangið: bjarki@afturelding.is

Knattspyrnuskóli Aftureldingar

Knattspyrnuskólinn er fyrir hressa krakka fædda 2006-2013

Tímabil: 
9.-12.júní Námskeið 1 (5 dagar)
15.-19.júní Námskeið 2 (4 dagar)
22.-26.júní Námskeið 3 (5 dagar)

29.júní-3.júlí Námskeið 4 (5 dagar)
4.-7.ágúst  Námskeið 4 (4 dagar)
10. – 14. ágúst Námskeið 5 (5 dagar)

Verð: 7.500 (5 dagar)  og 6.000 (4 dagar)
Veittur er 10% systkinaafsláttur
Afsláttur af námskeiðspökkum 10% af námskeiðum 1 – 3 og  2 – 4  og 20% af 1 – 6

Upplýsingar: 
Skóli á vegum knattspyrnudeildar Aftureldingar þar sem meginmarkmiðið er að börn á aldrinum sjö til fimmtán ára læri undirstöðuatriði í fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á grunntækni í knattspyrnu og að allir fá verkefni við sitt hæfi. Skólinn er kjörinn vettvangur fyrir nýja iðkendur til að kynnast grunnatriðum íþróttarinnar en er jafnframt ætlaður börnum sem æfa fótbolta og vilja skemmtilega viðbót við hefðbundnar æfingar. knattspyrnuskólinn fer fram á gervigrasinu að Varmá
Kennt er alla virka daga frá kl. 09:30 – 12:00
Gæsla innifalin í verði frá kl. 09:00
Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveislu
Leynigestir kíkja í heimsókn

Nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari á netfangið: bjarki@afturelding.is

Körfuboltadeild Aftureldingar

Ath. Körfuboltanámskeiðin fara fram að Lágafelli. 

Námskeið:
1. – 4. bekkur – leikjanámskeið –  mán – fös 09.00-12.00 

5. – 7. bekkur –  körfubolta æfingar  mán – fim. 12.30-14.00
8. – 10. bekkur – körfubolta æfingar mán. – mið. og fim. 18.30 – 20.00 

Tímabil
8 – 12.júní

15 – 19.júní 
22 – 26.júní 
29.júní – 3.júlí 
10ágúst – 14ágúst
17 – 21.ágúst 

Verð: 7.500 (5 dagar)  og 6.000 (4 dagar)

Nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari á netfangið: saebi@simnet.is

50% afslátt fyrir alla krakka sem eru að æfa í körfuknattleiksdeild  Aftureldingar. Þeir sem ætla nýta afsláttin þurfa að skrá þarf hjá Sævaldi þjálfara saebi@simnet.is

Almenn skráning á Nóra.