Afreks- og styrktarsjóður

Afreks- og styrktarstjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar

Sjóður þessi er tilkominn vegna samnings milli Aftureldingar og Mosfellsbæjar um stuðning við afreksíþróttafólk í félaginu auk þess sem sjóðurinn styrkir þjálfara til endurmenntunar. Fyrsti samningurinn var gerður árið 2006.

Tekið er við umsóknum um styrki allt árið en úthlutað er úr sjóðnum að jafnaði tvisvar á ári.

Markmið sjóðsins eru eftirfarandi:
1. Veita afreksfólki í deildum innan Aftureldingar styrk vegna æfinga og/eða keppni og búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína.
2. Veita styrk til þess íþróttafólks sem valið er til æfinga eða keppni með landsliði innan sérsambanda ÍSÍ.
3. Veita þjálfurum og leiðbeinendum sem starfa á vegum Aftureldingar styrk til að sækja viðurkennd þjálfaranámskeið og/eða aðra menntun sem eflir þá í starfi.

Umsóknum skal skila rafrænt og er það gert hér að neðan. Einnsig skal skila inn nauðsynlegum fylgiskjölum.

  Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð

  Verkefni

  Æfinga eða keppniÆfinga eða keppni með landsliðiÞjálfaranámskeiðs

  Kostnaður

  Upphæð og rökstuðningur

  Fylgiskjöl

  Leyfileg skjöl í þessu formi eru: (png, jpg, jpeg, txt, pdf, docx, doc, xlsx, xls, xml)
  Greiðslufyrirkomulag

  Styrkir eru greiddir út skv. nótum og þarf afrit af styrkveitingu að fylgja.