Covid-19

Uppfært 13. apríl 2021

Æfingar hefjast fimmtudaginn 15 apríl.

Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi. Fjöldtakmörkun nemenda í hólfi er 50 einstaklingar.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla okkar iðkendur. Við biðjum forráðamenn og iðkendur að vera í góðum samskiptum við þjálfara varðandi æfingarnar. Hjá Aftureldingu eru hópar sem telja fleiri en 50 iðkendur og þarf að skipta þeim hópum eitthvað upp, sú vinna er hafin.
Foreldrar geta því miður ekki horft á æfingar og til að takmarka hópamyndanir biðjum við foreldra að bíða ekki inni í húsum þegar æfingum lýkur. Þjálfarar taka á móti yngstu iðkendunum í andyri.

Uppfært 13. nóvember 2020

Íþróttastarf leik- og grunnskólabarna hefst 18. nóvember.

Æfingar hefjast á miðvikudaginn 18. nóvember með þessum takmörkunum þó:

  • Leik- og grunnskólabörn í 1.-4. bekk mega vera 50 saman að hámarki
  • Grunnskólabörn 5.-10. bekk mega vera 25 saman að hámarki.
  • Blöndun hópa er leyfileg

Iðkendur fæddir 2004 og eldri geta ekki hafið æfingar að þessu sinni.

Vinsamlegast athugið að einungis skráðir iðkendur geta mætt á æfingar.  Ef þið eruð í vafa hvort að barnið ykkar sé skráð þá sendið fyrirspurn á íþróttafulltrúa, hannabjork@afturelding.is.

Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag æfinga verða á Sideline appinu.

 

Uppfært 30. október 2020

Ríkisstjórnin kynnti nýjar sóttvarnaráðstafanir í dag.
Reglur eru hertar og ná jafnt til barna sem fullorðinna.
Íþróttastarf verður óheimilt og sundlaugum lokað um allt land næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Til viðbótar þrengjast fjöldatakmarkanir úr 20 manns í 10. Einungis börn fædd 2015 og yngri eru undanþegin 2 metra reglu og grímuskyldu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samfélagssmit töluvert útbreidd og þurfi því að herða aðgerðir.
Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að smit í samfélaginu sé enn mikið, þrátt fyrir hertar sóttvarnaaðgerðir sem gripið var til 20. október. Því sé hætta á að hópsýkingar brjótist út og valdi enn meira álagi á heilbrigðiskerfið sem sé mikið fyrir.

það er því ljóst að við getum ekki hafið æfingar í næstu viku einsog vonir stóðu til.
Við hvetjum foreldra og iðkendur að vera í góðu sambandi við þjálfara og liðsfélaga í gegnum XPS sideline appið.

Uppfært 26. október 2020

Íþróttastarf iðkenda fæddum 2004 og fyrr hefst.

Á laugardaginn sl.  áttu fulltrúar almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins fund með ÍSÍ, sérsamböndum ÍSÍ,  Íþróttabandalagi Reykjavíkur, Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar, Ungmennasambandi Kjalarnesþings og fulltrúum fyrir hönd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Á fundinum var kynnt ákvörðun sviðsstjóra íþrótta og tómstundasviða sveitarfélaganna og almannavarna á höfuðborgarsvæðinu að æfingar iðkenda fæddum 2004 og fyrr geti hafist í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og íþróttafélaganna mánudaginn 26. október. Áður hafði verið gefin heimild fyrir meistaraflokka og afrekshópa/fólk til að hefja æfingar í mannvirkjum á vegum sveitarfélaganna. Líkt og með fyrri tilslökun ákveður hvert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu hvenær starf getur hafist. Taka þarf tillit til aukins fjölda iðkenda/hópa í samstarfi við starfsfólk mannvirkjanna og í samræmi við strangar sóttvarnareglur ÍSÍ, sérsambandanna, reglugerðir heilbrigðisráðherra og fyrirmæli sóttvarnalæknis.

Áfram gilda þau skilyrði sem reglugerð heilbrigðisráðherra frá 19. október segir til um vegna íþróttastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu og fram kemur í bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar. Í reglugerðinni kemur m.a. fram að íþróttastarfsemi sé óheimil ef: -hún krefst snertingar, -ef hætta er á snertingu milli fólks við iðkun, – ef starfsemin krefst mikillar nálægðar, -þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér. Gæta skal vel að  nálægðartakmörkum, fjöldatakmörkum, sótthreinsun og almennum persónubundnum sóttvörnum.

Það er fagnaðarefni að unnt sé að hefja æfingar hjá iðkendum fæddum 2004 og fyrr í íþróttamannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu, þó með takmörkunum sé. ÍSÍ vill árétta að mjög mikilvægt er að íþróttahreyfingin fari að sóttvarnarreglum sérsambandanna sem ætlað er að sporna við útbreiðslu veirunnar. Rétt er að hafa í huga að útbreiðsla veirunnar er í miklum vexti í löndunum allt í kringum okkur.

Uppfært 19. október 2020

Áframhaldandi hlé á íþróttastaæfingum

Skóla- og íþróttasvið sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að öll íþróttamannvirki og sundlaugar verði áfram lokuð sem þýðir að engar æfingar verða hjá Aftureldingu í þessari viku.

Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni í takt við álit sóttvarnalæknis.

Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni hér.

Uppfært 8. október 2020

Allt íþróttastarf Aftureldingar fellur niður frá og með deginum í dag 8. október til og með 19. október nk.

Í ljósi nýrra tíðinda frá stjórnvöldum sem bárust okkur nú í dag verður allt íþróttastarf sett í hlé til og með 19. október nk.

Hlé verður gert á allri starfsemi frá deginum í dag og því verða engar æfingar á vegum félagsins síðar í dag né næstu daga.

Á þetta við um allt starf félagsins innandyra og utandyra í öllum aldursflokkum.

ATH!!  Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að sækja þau börn í frístundasel skólanna á þeim tíma sem æfingar ættu að hefjast.

Skrifstofa félagsins verður áfram starfandi og geta félagsmenn og foreldrar/forráðamenn haft samband í síma eða tölvupósti eins og vanalega.

Við bendum iðkendum og forráðamönnum á að fylgjast vel með Sideline þar sem þjálfarar reyna að koma inn æfingum á meðan æfingar falla niður.

Áfram Afturelding!!

Uppfært 7. október 2020  

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og taka þær gildi í dag, 7. október.
Um íþróttastarfsemi segir:

Heimilt:

  1. Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og tómstundir barna sem eru fædd 2005 og síðar er  heimil.
  2. Íþróttir utandyra: Íþróttir utandyra eru öllum heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu og sitja í merktum sætum.

ATH.  Allar æfingar barna fædd 2005 og síðar hefjast því að fullum krafti í dag og allar útiæfingar halda sér!!!

Eina undantekningin sem á eingöngu við í dag 7. október er að sundæfingar falla niður

Óheimilt:

  1. Almenningur og 2004 og eldri – Íþrótt­ir og lík­ams­rækt inn­an­dyra óheim­il: Lík­ams­rækt, íþrótt­astarf og sam­bæri­leg starf­semi sem krefst snert­ing­ar eða hætta er á snert­ingu á milli fólks eða mik­illi ná­lægð, eða þar sem notk­un á sam­eig­in­leg­um búnaði get­ur haft smit­hættu í för með sér er óheim­il inn­an­dyra.
  2. Keppnisviðburðir: Keppnisviðburðir barna sem fædd eru 2005 og síðar þar sem hætta er á blönd­un hópa um­fram hefðbundn­ar æf­ing­ar eru óheim­il­ir.

Þrátt fyrir þessar gleðifréttir, þá hefur þetta mikil áhrif á ungmenninn okkar. Mikill fjöldi iðkenda okkar falla í þann hóp að mega ekki æfa og þurfa því með aðstoð okkar með að æfa heima fyrir. Við hvetjum foreldra og iðkendur til að fylgjast vel með facebook síðum og sem og koma sér inn í Sideline til þess að nálgast æfingar frá þjálfurum.

Muna að spritta sig og þvo hendur, nota grímur þegar við á og að foreldrum og forráðamönnum er óheimilt að koma inn í íþróttamannvirkin.

Sideline upplýsingar : https://afturelding.is/oflokkad/upplysingar-til-forradamanna-vegna-xps-network-sideline/

 


Uppfært 6. október 2020

Nýjustu tilmæli frá Almannavörnum beinast meðal annars að íþróttastarfi barna og unglinga. Ungmennafélagið Afturelding vinnur eftir þeim aðgerðum sem Almannavarnir setja fyrir. Í ljósi nýjustu tilmæla og óvissuástands hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður íþróttastarf á vegum Aftureldingar í dag.
Ath. það veðrur tekið á móti þeim börnum sem mæta á æfingar fyrir kl 16.00 og fá ekki skilaboðin í tæka tíð.

Við uppfærum þessa frétt eftir fund Almannavarna kl 15.00 í dag.

Við hvetjum forráðamenn og iðkendur til þess að fylgjast með á Sideline og facebook síðum deildanna.