Stelpurnar tóku silfur í Mizunodeild kvenna

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Deildarkeppninni  í Mizunodeild kvenna lauk í kvöld með þremur leikjum. Afturelding sótti Álftanes heim og unnu okkar stúlkur leikinn örugglega 3-0. Þeir leikir sem hefði átt að spila í Covid pásunni, eða fyrir 21.apríl var sleppt og náðist að klára 2/3 af deildarkeppninni. Var því notuð reikniregla sérsniðna að Covid ástandinu þar sem reiknað var út meðaltal stiga á hvern leik og endaði deildin þá þannig að HK stúlkur urðu Deildarmeistarar með 2.55 stig í leik. Afturelding var í öðru sæti með 2.42 stig í leik og lið KA í þriðja sæti með 2.0 stig í leik. Nú hefst úrslitakeppnin og með 2.sætinu tryggja stelpurnar sig beint inn í undanúrslitin en liðin í 3-6 sæti fara í umspil um þau 2 sæti sem efitr eru.  Við óskum stelpunum innilega til hamingju með silfrið.