Sundæfingar hefjast að nýju

Sunddeild Aftureldingar Sund

Nú er sumarfríinu að ljúka og skóla- og tómstundastarfið hefst á nýjan leik. Sundæfingar hjá höfrungum, brons-, silfur- og gullhópunum byrja aftur samkvæmt stundatöflu (sjá tímatöflu) þann 31. ágúst.

Sundskólinn, sem ætlaður er leikskólabörnum fæddum 2015 og 2016, verður á þriðjudögum þessa önn. Skólanum verður skipt upp í tvo hópa: byrjendur, sem mæta kl. 17 og framhaldshóp, kl. 17:30. Námskeiðin hefjast þann 1. september og síðasta æfing verður 20. október. Nánari upplýsingar er að finna á facebook-síðu sunddeildarinnar.

Öll skráning fer fram í Nóru á afturelding.felog.is.

Við hlökkum til að stinga okkur aftur til sunds með ykkur og hvetjum alla sem hafa áhuga á að prófa að hafa samband við okkur á sund@afturelding.is.