Gull og brons til Aftureldingar í Laugardalnum

Sunddeild Aftureldingar Sund

Um helgina fór Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug fram í Laugardalslaug, en það var jafnframt síðasta mót þessa tímabils. Sunddeild Aftureldingar tefldi að þessu sinni fram 3 keppendum í einstaklingsgreinum og tveimur boðsundsveitum.

Allir sem tóku þátt stóðu sig með mikilli prýði, en tveir af okkar sundmönnum unnu til verðlauna. Hilmar Smári Jónsson lenti í 3. sæti í 50 m skriðsundi á tímanum 24,98 sek, og Daníel Hannes Pálsson gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í 50 m flugsundi á tímanum 25,75 sek.

Við erum að sjálfsögðu að rifna úr stolti yfir þessum árangri og óskum öllum keppendum til hamingju með frábært mót.