Unglingameistaramót Íslands – einn Íslandsmeistaratitill!

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Afturelding átti 5 keppendur á Unglingameistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór í Kaplakrika helgina 18. – 19. Júlí s.l. Þau nældu sér samtals í 6 verðlaun.

Arna Rut Arnarsdóttir varð Íslandsmeistari í kúluvarpi stúlkna 15 ára með kast uppá 10,78 metra. Þá fékk Arna Rut silfur í 300 metra grindarhlaupi og tvenn bronsverðlaun, í kringlukasti og hástökki.

Elsa Björg Pálsdóttir náði 2. sæti í þrístökki stúlkna 16-17 ára með stökk upp á 9,44 metra.

Guðmundur Auðunn Teitsson varð í öðru sæti í kúluvarpi pilta 16-17 ára með kasti uppá 12,96 metra.

Við óskum keppendum og aðstandendum til hamingju með góðan árangur á mótinu.

Öll úrslit mótsins má sjá á mótasíðu FRÍ (www. Thor.fri.is)