Tvöfalt gull, silfur og brons til Aftureldingarfólks á 3. stigamóti sumarsins í strandblaki

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Um síðustu  helgi fór fram stigamót 3 í strandblaki og var það haldið í Garðabæ og í Laugardalnum. Keppt var í fjórum kvennadeildum og þremur karladeildum.  Afturelding átti samtals 7 fulltrúa í efstu tveimur deildum kvenna og  2 fulltrúa í efstu deild karla í . Thelma Dögg Grétarsdóttir spilaði með Paulu Del Olmo og unnu þær alla sína leiki-2-0 og einnig úrslitaleikinn og stóðu uppi sem sigurvegarar í efstu deild kvenna. Sigþór Helgason spilaði með Miguel Mateo Castrillo og unnu þeir úrslitaleikinn á móti Aftureldingarmanningum Mateusz Blic og meðspilara hans Austris Bukovskis í oddarhrinu. Sjá má klippur úr leikjunum á fb síðu  strandblaksvallarins á Stekkjarflöt. https://www.facebook.com/Strandblaksv%C3%B6llur-%C3%A1-Stekkjarfl%C3%B6t-Mosfellsb%C3%A6-166366227233660

Þórey Björg Einarsdóttir spilaði ásamt sínum meðspilara Hafrúnu Huld Þorvalsdsdóttur í 2.deild og unnu til bornsverðlauna.   Síðasta stigamót sumarsins fer fram á Akureyri um næstu helgi og Íslandsmótið verður spilað í ágúst.