Frestun á Liverpoolskólanum í ágúst 2020

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Knattspyrna

Frá stjórn Liverpoolskólans á Íslandi

Við þurfum því miður að fresta Liverpoolskólanum til 2021. Ástæðan er Covid 19.

Skimunarreglur fyrir þá sem koma til landsins – og myndu vera í nánum tengslum við okkur sem
búum hér – skipta hér miklu máli. Sömuleiðis aðstæður í Bretlandi vegna Covid 19, smit í
fótboltaheiminum á Íslandi og afleiðingar þess, aðstæður í flugheiminum og fleira tengt Covid 19
bætist þar við.

Við í stjórn Liverpoolskólans erum í mjög reglulegum samskiptum við Liverpool FC og
ákvörðunin er tekin sameiginlega og með hliðsjón af ráðleggingum og reglum yfirvalda í
löndunum tveimur. Áhættan við að koma með 19 þjálfara frá Englandi til Íslands í ágúst 2020 er
einfaldlega of mikil.

Liverpool FC hafa lagt til að við höldum tvö fótboltaskólanámskeið á Íslandi árið 2021. Annars
vegar fyrri part árs og hins vegar á hefðbundnum tíma í júníbyrjun. Við erum að skoða
möguleikann á því að vera með innanhús febrúarnámskeið (í vetrarfríinu) eða páskanámskeið í apríl. Látið okkur endilega vita hvernig ykkur líst á þetta!

Við erum að vinna í því að festa dagsetningar fyrir fótboltaskólann í júní 2021, þær munu liggja fyrir mjög fljótlega.

Fyrir forráðamenn skráðra þátttakenda í Liverpoolskólann er nú tvennt í stöðunni. Annað hvort að halda plássinu og nýta það 2021 eða að fá endurgreitt að fullu.

Forráðamenn skráðra þátttakenda eiga allir að hafa fengið tölvupóst frá okkur, tölvupóstfangið okkar er liverpool@afturelding.is.

Fótboltakveðjur,
Stjórn Liverpoolskólans á Íslandi og Liverpool FC

 

Dear all,

Because of Covid 19 we have taken the responsible decision to cancel the Liverpool Football School in Iceland in 2020.

The decision is based on current travel restrictions and regulations and recommendations from the authorities.

2020 was to be the tenth consecutive year of the Liverpool Football School in Iceland.

We are sorry that we have had to cancel this year, but at the same time we are looking optimistically towards next year and the future. Liverpool FC are absolutely committed to hosting camps in Iceland and will make it one of their main priorities in 2021.

Liverpool would like to come to Iceland as soon as possible and has suggested that we set up an extra camp in February (School holidays) or April (Easter) in 2021 in addition to the decision to deliver a camp in June 2021. Let us know if you would be interested in a camp in February (indoors) or April 2021!

All those already registered have been contacted via email and given the option of keeping their place at a 2021 camp or receiving a 100% refund. Please contact us at liverpool@afturelding.is if you are registered and did not receive the email.

YNWA