Aðalfundur sunddeildar Aftureldingar 15. mars 2021, kl. 20

Sunddeild Aftureldingar Sund

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Aðalfundur sunddeildar Aftureldingar verður haldinn mánudaginn 15. mars kl. 20:00 á skrifstofu Aftureldingar

Á fundinum verða fundarstörf þessi:

 1. Fundarsetning.
 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári.
 4. Gjaldkeri deildar leggur fram reikninga deildarinnar til samþykktar.
 5. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar.
 6. Kosningar:

  1. Kosinn formaður og varaformaður.
  2. Kosinn helmingur meðstjórnenda til tveggja ára í senn.
 7. Önnur mál.
 8. Fundarslit.
 9. Óskað er eftir framboðum til fomanns auk tveggja meðstjórnenda.

Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en viku fyrir fund (8. mars) og skal skila framboðum til framkvæmdastjóra á skrifstofu félagsins, umfa@afturelding.is

Hlökkum til að sjá ykkur.


Kær kveðja, stjórn sunddeildar Aftureldingar