Bikarmót unglinga í blaki.

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Bikarmót unglinga í blaki fór fram um helgina á Akureyri.  Keppt var í U14 og U16 í stúlknaflokkum og í U15 í drengjaflokki.

Afturelding átti lið í U15 pilta og U16 stúlkna.  Talsverð fjölgun hefur orðið á yngri iðkendum í blaki í vetur og fögnum við því og bjóðum alla velkomna. Við hefððum nánast getað sent 2 stúlknalið  í U16 því það fóru 11 stúlkur norður.  Strákarnir okkar sameinuðust liði Þróttar Reykjavíkur.

Stelpurnar okkar náðu 3.sætinu og strákarnir okkar 4.sætinu.  Krakkarnir stóðu sig frábærlega og sýndu mikla leikgleði og góða hegðun jafnt innan vallar sem utan.