Knattspyrnudeild Aftureldingar semur við uppalda leikmenn

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Það eru mikil gleðitíðindi úr herbúðum Aftureldingar þessa dagana en knattspyrnudeild samdi við átta uppalda leikmenn í vikunni.

Gylfi Hólm Erlendsson (2002), Elmar Kári Enesson Cogic (2002), Aron Daði Ásbjörnsson (2002), Óliver Beck Bjarkason (2001), Guðjón Breki Guðmundsson (2001), Ólafur Már Einarsson (2001), Daníel Darri Gunnarsson (2001) og Patrekur Orri Guðjónsson (2002)

Allir þessir leikmenn eru lykilmenn í 2.flokki og hafa æft reglulega með meistaraflokki félagsins.
Við óskum þessum ungu og upprennandi leikmönnum til hamingju með samningana

Vantar á mynd: Patrekur Orri Guðjónsson.