Wentzel Steinarr í Hvíta Riddarann

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna, Óflokkað

Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban, leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Aftureldingar og fyrirliði síðustu ára, hefur gengið til liðs við félaga okkar í Hvíta Riddaranum. Wentzel hefur skorað 65 mörk í 249 deildar og bikarleikjum með Aftureldingu frá árinu 2007. Síðasta mark hans kom í 3-1 sigrinum á Hetti þar sem sigurinn í 2. deildinni var tryggður síðastliðið haust.

Hinn þrítugi Wentzel hefur ekki verið með Aftureldingu í vetur vegna anna og vinnu í skóla og stefnir á að spila með Hvíta Riddaranum í sumar. Við þökkum Wentzel fyrir allar góðu stundirnar í Aftureldingar treyjunni og vonumst til að sjá hann aftur í henni í framtíðinni! #takkWentzel