Hafliði Sigurðarson til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Kant og miðjumaðurinn Hafliði Sigurðarson hefur gengið frá þriggja ára samningi við Aftureldingu. Halli hefur verið á láni hjá Aftureldingu frá Fylki undanfarin tvö tímabil en hann er nú kominn alfarið til félagsins. Halli skoraði sex mörk í ellefu leikjum þegar Afturelding vann 2. deildina í fyrra. Halli hefur í vetur verið í námi í Bandaríkjunum en hann er á leið til Íslands og verður með Aftureldingu í sumar. Við bjóðum Halla velkominn aftur í Aftureldingu.