Sævaldur bætir við sig þjálfaramenntun

Ungmennafélagið Afturelding Körfubolti, Óflokkað

Sævaldur Bjarnason yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Aftureldingar útskrifaðist úr FECC skóla FIBA um liðna helgi. Hann kemst þá í fámennan hópa íslenskra körfuboltaþjálfara. Sævaldur hefur unnið mikið og gott uppbyggingarstarf fyrir körfuna í Mosfellsbæ undanfarin ár. Fjölgun í deildin hefur verið hröð og mikil og sendi Aftureldinga kvennalið til leiks í barna- og unglingastarfi á síðasta tímabili, í fyrsta sinn síðan deildin var endurvakin.

www.karfan.is birti skemmtilegt viðtal við Sævald og Margréti, en þau voru samferða í gegnum námið. Við hjá Aftureldingu erum gríðarlega stolt af okkar manni, en FECC skólinn er langt og strangt verkefni sem tekur þrjú ár í heildina.

Til hamingju Sæbi.