Meistaramót Íslands 11-14 ára

Ungmennafélagið Afturelding Frjálsar, Óflokkað

Meistaramót Íslands í frjálsum 11-14 ára fór fram um helgina í góðu veðri á Laugardalsvellinum.

Það var flottur hópur frá Aftureldingu sem tók þátt og stóðu sig öll mjög vel. Flest ef ekki öll með persónulegar bætingar. Þeir sem unnu til verðlauna voru í flokki 13 ára stúlkna Ísabella Rink hún varð í 1. sæti langstökk og 2. sæti í kúluvarpi, Arna Katrín Gunnarsdóttir varð í 3. sæti í kúluvarpi í sama aldursflokk. Í flokki 14 ára stúlkna varð Arna Rut Arnarsdóttir í 3. sæti í kúluvarpi. Í flokki 12 ára pilta varð Ævar Smári Gunnarsson í 2. sæti í kúluvarpi.

Myndin er af hópnum sem var að keppa ásamt þjálfanum en það vantar Ævar Smára á myndina