Rekstrarstjóri Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Óflokkað

Rekstrarstjóri Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf rekstrarstjóra félagsins. Um er að ræða nýtt starf sem heyrir beint undir framkvæmdastjóra félagsins.

Afturelding er ört stækkandi fjölgreinafélag með 11 deildir starfræktar og um 2000 iðkendur. Skrifstofa félagsins er staðsett í góðu starfsumhverfi að Varmá í Mosfellsbæ og í nálægð við alla starfsemi félagsins.

Tilgangur og markmið

Rekstrarstjóri hefur umsjón með fjármálum Aftureldingar og vinnur eftir stefnu og markmiðum aðalstjórnar á hverjum tíma í samvinnu við stjórnir deilda. Starf rekstrarstjóra Aftureldingar er fullt starf.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Vinnur náið með framkvæmdastjóra að öllu sem við kemur rekstri og fjármálum félagsins.
 • Hefur umsjón með áætlanagerð og fjárhagslegri skýrslugerð. Gerir eftir þörfum yfirlit um fjárhagsstöðu félagsins og einstakra deilda.
 • Hefur aðhald með fjármálum deilda og aðalstjórnar, greiðir reikninga og vinnur að bókhaldi, afstemmingum og ársuppgjöri í samstarfi við bókhald Aftureldingar.
 • Hefur eftirlit með lausafjárstöðu félagsins og lausafjárstýringu. Hefur eftirlit með að deildir félagsins fylgi reglum um meðferð fjármuna og sinnir ráðgefandi hlutverki.
 • Tryggir reglulega upplýsingagjöf til framkvæmdastjóra og stjórnenda deilda um þróun lykiltalna rekstrar út frá rekstraráætlunum.
 • Eftirfylgni launavinnslu, innheimtu æfingagjalda og annarra viðskiptakrafna.
 • Annast önnur verkefni sem honum eru falin og samkomulag er um.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking af fjárstýringu, reikningshaldi og áætlanagerð.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð og góðir samskiptahæfileikar.
 • Áhugi og/eða reynsla af starfsemi íþróttafélaga er kostur.
 • Hreint sakavottorð.