Fjórir Íslandsmeistarar unglinga í kata

Karatedeild Aftureldingar Karate

Helgina 4. – 5. maí var haldið Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata í Smáranum í Kópavogi.

Í unglingaflokki voru 6 keppendur og kepptu þau bæði í einstaklings- og hópkata. Þau náðu frábærum árangri og komu heim með fjóra Íslandsmeistaratitla og allir komust á pall!

Keppendur og verðlaun
  • Alex, Kristíana og Róbert – hópkata 12-13 ára – Íslandsmeistarar 🥇🥇🥇
  • Elín, Eva og Inez – hópkata 14-15 ára – brons 🥉🥉🥉
  • Alex Bjarki Davíðsson – 12 ára piltar – Íslandsmeistari 🥇
  • Robert Matias Bentia – 12 ára piltar – silfur 🥈
  • Eva Jónína Daníelsdóttir – 12 ára stúlkur – Íslandsmeistari 🥇
  • Elín Helga Jónsdóttir – 13 ára stúlkur – Íslandsmeistari 🥇
  • Kristíana Svava Eyþórsdóttir – kata 13 ára stúlkur – silfur 🥈
  • Inez Rojek – kata 14 ára stúlkur – brons 🥉
Annað sæti félaga

Samanlagt varð Afturelding í 2. sæti á mótinu en það er besti árangur sem náðst hefur á þessu móti frá upphafi – við gætum ekki verið stoltari af þessum efnilegu krökkum 👊 🖤❤️

Dómarar voru Elín Björk Arnarsdóttir og Þórður Jökull Henrysson. Liðsstjórar voru Willem C. Verheul og Anna Olsen.

Úrslit mótsins má finna hér.

Íslandsmeistaramót barna

Í barnaflokki voru 9 keppendur og tvö lið. Margir voru að keppa á sínu fyrsta móti og því var þetta mikil upplifun og reynsla fyrir þau. Mótið var það stærsta frá upphafi en 200 keppendur voru skráðir til leiks. Tveir keppendur komust á pall að þessu sinni, frábær árangur hjá yngstu keppendunum okkar 👊 🖤❤️

Keppendur og verðlaun
  • Aldar, Anhelina og Zuzanna – hópkata 10-11 ára – 5. sæti 🥋🥋🥋
  • Anhelina Bobokal – kata 9 ára stúlkur – brons 🥉
  • Kristmundur Örn Ingason – 7 pilta ára og yngri – silfur 🥈
  • Aron, Daníel og Eyþór – hópkata 10-11 ára – þátttaka 🥋🥋🥋
  • Aron Trausti Kristjánsson – kata 10 ára piltar – þátttaka 🥋🥋🥋
  • Daníel Þór Kristjánsson – kata 10 ára piltar – þátttaka 🥋🥋🥋
  • Elías Guðni Kristjánsson – kata 9 ára piltar – þátttaka 🥋🥋🥋
  • Eyþór Eldur Árnason – kata 9 ára piltar – þátttaka 🥋🥋🥋
  • Ýmir annel Kristjánsson – kata 9 ára piltar – þátttaka 🥋🥋🥋
  • Zuzanna Majka Jakubiuk – kata 10 ára stúlkur – þátttaka 🥋🥋🥋

Dómarar voru Elín Björk Arnarsdóttir og Þórður Jökull Henrysson. Liðsstjórar voru Willem C. Verheul, Anna Olsen og Elísa Rún Róbertsdóttir.

Úrslit mótsins má finna hér.