Úrslitaeinvígið hefst í 9. flokki

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Í kvöld hefst úrslitaeinvígi 1. deildar í 9. flokki karla í körfubolta.  Strákarnir í Aftureldingu tryggðu sig í úrslitaeinvígið eftir hörkuspennandi undanúrslitaleik við Stjörnuna sem fór í framlengingu.  Nú tekur við úrslitaeinvígi við KR og er það liðið sem sigrar tvo leiki sem verður Íslandsmeistari.  Fyrsti leikurinn verður á heimavelli KR á Meistaravöllum í kvöld þriðjudag og hefst klukkan 19:15.

Leikur 2 verður svo á Varmá í sal 3 á föstudaginn klukkan 18:00.  Við hvetjum stuðningsmenn að mæta á pallana, bæði vestur í bæ og ekki síður á föstudaginn á okkar heimavelli.

Áfram Afturelding!