Hefur þú gaman af körfubolta?

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

Finnst þér skemmtilegt að horfa á eða fylgjast með boltanum en værir alveg til í að prófa þessa frábæru íþrótt og veist alls ekki hvar þú ættir að koma og prófa? Þá erum við í Aftureldingu einmitt staðurinn fyrir þig því að á þriðjudagskvöldum frá kl 20.30 í íþróttahúsinu við Lágafellslaug erum við með körfuboltaæfingar fyrir 16+ aldur. Hvort sem þú ert foreldri, vinur eða bara mikill áhugamaður um körfubolta í Mosfellsbæ og langar til þess að komast í smá bolta með góðu fólki hvetjum við þig til að kíkja við. 🙂 Allir velkomnir en það er frábær afþreying að spila smá körfubolta og svo er frítt í sund og heitapottinn eftir átök kvöldsins 🙂

Hlökkum til þess að bæta þessum aldri við okkar ört stækkandi deild og vonumst einmitt að með þessu séum við að sýna okkar ungu og bráðefnilegu iðkenndum, eldri iðkenndur sem þeir geta litið upp til en það mun efla deildina okkar og okkar næstu skref með framtíðarmeistaraflokkum en þeir eru innan seilingar. Endilega látið orðið berast

Fyrir hönd stjórnar

Sævaldur Bjarnason, yfirþjálfari KKDA