Áfram í æfingahóp U15

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Þrír iðkendur yngri flokka Aftureldingar í körfuknattleik hafa verið valdir í áframhaldandi æfingahóp yngri landsliða. Þeir eru allir í æfingahóp U15:

  • Björgvin Már Jónsson
  • Dilanas sketrys
  • Sigurbjörn Einar Gíslason

Það er virkilega ánægjulegt að iðkendur okkar veki eftirtekt og fái að sýna hæfileika sína á stærra sviði. Innilega til hamingju strákar!

Áfram Afturelding 🏀