Endanleg mynd er nú komin á æfingatöflu körfuknattleiksdeildar Aftureldingar, smávægilegar breytingar og einnig komnir inn tímar fyrir +16 hópinn. Skráning inn á www.afturelding.is/korfubolti en þar er hnappur fyrir Sportabler eða þá í gegnum App-ið.
Körfubolti – Hætt við breytingar á æfingatímum 1.-4. bekkjar
Við ætluðum að reyna að færa æfingatíma til í 1.-4. bekk vegna skörunar við knattspyrnuæfingar, Við mislásum frístundarútuna og flækjustigið sem þessu veldur sem er töluvert meira en hagræði af því að gera þetta. Við höfum þó ákveðið að æfingar á föstudögu færist yfir í Varmá en við höldum sömu tímum eins og fyrirfram var ákveðið. Þetta ætti því ekki …
Fyrirlestur um leikreglur í upphafi keppnistímabilsins
Körfuknattleiksdeild Aftureldingar fékk Rúnar Birgi Gíslason, alþjóða eftirlitsmann FIBA, til að halda stuttan fyrirlestur um helstu leikreglur í körfuboltanum og fór kynningin fram þriðjudagskvöldið 29. ágúst. Þessi kvöldstund var hugsuð fyrir eldri iðkendur í körfubolta hjá Aftureldingu og foreldra til að öðlast betri skilning á störfum dómara og helstu reglum íþróttarinnar. Á sama tíma er verið að undirbúa iðkendur til …
Kynningarbréf Körfuboltans
Vetrarstarf KKD Aftureldingar hefst mánudaginn 28. ágúst Afturelding bíður upp á öflugt og fjölbreytt íþróttastarf og ættu öll að geta fundið íþróttir við sitt hæfi. Börnum á grunnskólaaldri er boðið að koma og prófa hjá körfuknattleiksdeild Aftureldingar frá 28. ágúst til 1. september. Ekki er þörf á að eiga neinn sérstakan búnað, en engu að síður er gott að vera …
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Aftureldingar
Stjórn körfuknattleiksdeildar Aftureldingar boðar til aðalfundar mánudaginn daginn 13 mars kl 18.00 Fundurinn verður haldinn í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en 8.mars og skal framboðum skilað til framkvæmdarstjóra Aftureldingar gretar@afturelding.is. Dagskrá fundar Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður deildarinna gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári Gjaldkeri deildar leggur …
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar 10. maí kl. 18
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Aftureldingar verður haldinn þriðjudaginn 10. maí kl. 18 í Vallarhúsinu að Varmá. Á dagskrá fundarins verður: Skýrsla stjórnar Ársreikningur 2021 lagður fram til samþykktar Kosning formanns og annarra stjórnarmanna. Framboð til stjórnar óskast tilkynnt fyrir þriðjudaginn 8. maí á netfang: ormarsson@yahoo.com Undirbúningur fyrir starfssemi deildarinnar á næsta ári Önnur mál Léttar veitingar verða í boði Hlökkum til að …
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Aftureldingar 27. apríl
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Aftureldingar verður haldinn þriðjudaginn 27. apríl kl. 20 á skrifstofu Aftureldingar við íþróttamiðstöðina að Varmá ef aðstæður leyfa annars verður fundinum streymt rafrænt. Á dagskrá fundarins verður: Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns og annarra stjórnarmanna. Framboð til stjórnar óskast tilkynnt fyrir þriðjudaginn 20. apríl á netfang: ormarsson@yahoo.com Undirbúningur fyrir starfssemi deildarinnar á næsta ári …
ATH. Aðalfundi Körfuknattleiksdeildar frestað
Aðalfundi Körfuknattleiksdeildar sem halda átti þriðjudaginn 29. mars hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ný dagsetning verður tilkynnt um leið og sóttvarnarreglur leyfa.
Byggingafélagið Bakki framlengir samstarfssamning við Aftureldingu
Byggingafélagið Bakki hefur framlengt samstarfssamningi við Aftureldingu til ársins 2022, en fyrri samningurinn rann út í lok árs 2020. Samningurinn kveður á um að Bakki sé aðalstyrktaraðili barna- og unglingaráða í blaki, handbolta, knattspyrnu og körfubolta. Afturelding er afar þakklát Bakka fyrir áframhaldandi stuðning við félagið. Merki Bakka er sem fyrr framan á keppnisbúningum Aftureldingar í yngri flokkum í þeim …
Körfubolti
Körfuknattleiksdeild Aftureldingar hefur aðsetur í Lágafellslaug. Meirihluti iðkenda í körfuboltanum hjá okkur eru strákar, en sérstök áherlsa er lögð á að stækka stelpuhópana í ár. Við hvetjum alla til að koma prófa! Sturluð staðreynd: Þegar körfubolti var fyrst leikinn voru níu leikmenn inn á vellinum í hvoru liði, í dag eru þeir einungis fimm! Þjálfararnir geta ekki beðið eftir að fá að …