Leikir helgarinnar í körfunni

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

Um helgina voru leikir í 9. og 10. flokki. Í gær, laugardag, fór 10. flokkur í heimsókn á Laugarvatn og kepptu við Laugdæli/Hrunamenn.  Leikurinn byrjaði brösuglega fyrir okkar menn en í loka leikhlutanum duttu nokkrir þristar og komst spenna í leikinn. Leikurinn endaði þó með tapi okkar manna 74-68.
Strákarnir sigruðu báða sína leiki í dag á heimavelli í Varmá í 9. flokki. Fyrri leikurinn var hörkuspennandi sem fór í framlengingu en okkar strákar í Aftureldingu 2 reyndust sterkari á lokasprettinum hvar þeir settu mikilvægar körfur og víti sem lönduðu sætum 4 stiga sigri 51-47 á Haukum-b. Virkilega flott og gott að sjá þá loka spennandi leikjum.
Seinni leikur dagsins var síðan gegn KR-ingum hjá Afturelding 1 sem sigraði þann leik 59-41 en frábær 2 og 3 leikhlutar skópu þann sigur. Varnarleikurinn var til fyrirmyndar langan hluta leiksins og svo sáust fín tilþrif sóknarlega.
Flottir sigrar hjá strákunum í dag en nú koma nokkrar vikur þar sem engin leikur er í 9.flokk næstu verkefni í 9.fl eru 8.okt nk í bikarkeppni KKí og strákarnir ætlar að æfa vel fram að því og halda áfram að bæta sig.
Áfram Afturelding Körfubolti